Pantaðu teiknara!
Sendu okkur tölvupóst:
elinelisa@gmail.com og/eða ranflygenring@gmail.com

Við höfum m.a. snarteiknað:

Ráðstefnur og þing, stefnumótunarfundi, brúðkaup, íbúafundi um sameiningar sveitarfélaga á nær öllum landshlutum, flugráð, starfsmannadaga o.fl.

Við höfum snarteiknað fyrir:

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Borgarbókasafnið, Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög, KPMG, Capacent, Barnaþing (Umboðsmann barna), Menntaskóla Borgarfjarðar, Háskólann á Hólum, Hönnunarmiðstöð, Stígamót, Hafnarhús o.fl.

VERÐVIÐMIÐ

Tveir teiknarar:
Startprís: 115.000
+60.000 kr/klst

Einn teiknari:
Startprís: 80.000
+40.000 kr/klst

Verð hverju sinni þarf að meta sérstaklega með tilliti til undirbúningstíma, efniskostnaðar, frágangs, og staðsetningar. Þessi viðmið eru því ráðgefandi en ekki endanleg. 

Innifalið í verðinu eru teikningarnar á rafrænu formi og birtingarréttur á þeim í efni beintengdu viðburðinum sem teiknaður er. Ekki er heimilt að gera breytingar á teikningunum, t.d. með því að gera úr þeim hreyfimyndir, breyta litum eða annað, nema í samráði og samstarfi við teiknara.