





Verk úr hendi
Sauðaneshúsi á Langanesi, 20.07.25 - 15.08.25 (yfirstandandi)
Síða í vinnslu
Formóður minni féll ekki verk úr hendi
skildi saumnálina alltaf eftir þrædda
til hálfs ofan í næsta spor
mínar nálar eru tilbúnar í ótal sporum
Verkin á þessari sýningu eru annars vegar máluð á Syðra Lóni á Langanesi og hins vegar í Kollsvík í Rauðasandshreppi á Vestfjörðum. Ég er ættuð frá báðum stöðunum.
Ég hneigist mjög til staða utan alfaraleiðar, er oft þar sem vegurinn endar, þar sem búa fáir. Ég hef áhuga á því sem varðveitist þar, sérviskunum sem þróast. Orðið sérviska er oft tengt annað hvort við listamenn eða einbúa á afskektum stöðum, og sú tenging segir sitt. Sérviska er kannski bara það að hafa djúpan áhuga á einhverju sértæku og sýna það í verki. Að láta skína í umhyggju sína fyrir hlutunum. Þetta er eitthvað sem ég leitast eftir, bæði í verkum mínum og í stöðunum sem ég vel til þess að skapa þau á.